Bárðardalur

Bárðardalur er einhver lengsti dalur á Íslandi. Um Bárðardal fellur Skjálfandafljót og klýfur það byggðina að endilöngu. Í fljótinu eru margir fallegir fossar, þeirra þekktastir eru Goðafoss og Aldeyjarfoss.