Aldeyjarfoss

Aldeyjarfoss er án efa einn af sérstæðustu fossum á Íslandi. Hann fellur fram af stuðlabergshömrum niður í stóran hyl. Í gljúfrinu hjá honum eru háar og fallegar súluraðir úr ferstrendu og sexstrendu stuðlabergi.